Fosshótel Húsavík Economy Double or Twin Room
Economy Double eða Twin Herbergi
Fosshotel Húsavík External
Fosshótel Húsavík
Fosshotel Húsavík exterior
Fosshótel Húsavík
Fosshótel Húsavík External
Fosshótel Húsavík
Fosshótel Húsavík Bar
Bar
Fosshotel Húsavík Reception
Móttaka
Fosshotel Húsavík Restaurant
Veitingastaður
Fosshotel Húsavík Þingey Meeting Facilities
Þingey Fundarherbergi
Fosshotel Húsavík Deluxe Double or Twin Room
Deluxe Double eða Twin Herbergi
Fosshotel Húsavík Deluxe Double or Twin Room
Deluxe Double eða Twin Herbergi
Fosshótel Húsavík Economy Double or Twin Room
Economy Double eða Twin Herbergi
Fosshotel Húsavík External
Fosshótel Húsavík
Mynd 1 af 0

Fosshótel Húsavík

Haust afsláttur! Bókaðu í september eða október og fáðu 10% afslátt.

Haust afsláttur! Bókaðu í september eða október og fáðu 10% afslátt.

HÓTEL
  • Hótel í Reykjavík
  • Hótel á Norðurausturlandi
  • Hótel á Suðurlandi
  • Hótel á Vesturlandi og Vestfjörðum

Fosshótel Húsavík

Fosshótel Húsavík er glæsilegt hótel staðsett í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina.

Húsavík er sögufrægur staður, fyrst nefndur í Landnámabók. Í bænum er margt að sjá:  Húsavíkurkirkju, fjögur söfn þar á meðal Eurovision-safnið sem opnaði í kjölfar Netflix myndarinnar Eurovision Song Contest og vinsælu sjóböðin GeoSea. 

Fosshótel Húsavík býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir fundi, veislur og ráðstefnur fyrir allt að 350 manns. Áhersla er lögð á hlýlegt viðmót og persónulega þjónustu.

Frá og með ágúst 2024 hafa öll hótelin okkar hlotið Green Key vottun frá FEE (e. Foundation for Environmental Education), sem gerir okkur að fyrstu sjálfbærnivottuðu hótelkeðjunni á Íslandi.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Húsavík.

Herbergi

Herbergin eru björt, rúmgóð og smekklega innréttuð með útsýni yfir bæinn eða nærumhverfið.

Fjölbreytt úrval herbergja er í boði: tveggja manna herbergi, tengd fjölskylduherbergi eða einstaklingsherbergi sem henta vel fyrir ráðstefnugesti. Öll herbergi koma með ókeypis bílastæði, þráðlausu neti, öryggishólfi, litlum ísskáp og fleiri þægindum. Morgunverður er í boði á staðnum og hægt er að óska eftir daglegum þrifum.

Sjá nánar

Fundir og Ráðstefnur

Frábær aðstaða á stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands

Hótelið býður upp á eina umfangsmestu ráðstefnu- og veisluaðstöðu á Norðurlandi. Alls eru í boði fimm salir sem henta ýmist fyrir fundi, ráðstefnur, námskeið eða veislur. Skjálfandi, stærsti salurinn, er útbúinn LED-lýsingu sem hægt er að aðlaga eftir þema viðburðarins. Allir salirnir eru búnir nútíma-fjarfundarbúnaði.

sjá nánar

Veitingastaður

Úrvals veitingastaður með fjölbreyttum matseðli.

Veitingastaðurinn á Fosshótel Húsavík er vinsæll meðal heimamanna og gesta fyrir rétti framreidda úr fersku, staðbundnu hráefni. Á matseðlinum eru klassískir bistró-réttir og sjávarréttir, og fyrir börnin er í boði sérstakur barnamatseðill. Á hótelbarnum er gott úrval léttvína, bjóra og kokteila.

Sjá nánar

Svör við algengum spurningum

  • Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00. 

  • Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.

  • Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu. 

    Athugið að ekki er hægt að breyta bókun.

  • Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.

  • Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.

  • Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið. 

  • Já.

  • Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið. 

  • Já, það eru 6 fundarsalir á Fosshótel Húsavík sem er stærsta ráðstefnuhótel norðurlands. 

  • Nei, Fosshótel Húsavík er lokað frá 1. desember til 28. febrúar.

  • Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti 
    vantað meðan á dvöl stendur.

  • Hjá Íslandshótelum leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni og að tryggja næði gesta okkar. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminar með því að lágmarka notkun á óþarfa hreinsiefnum og 
    vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar munu eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.

    Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað meðan á dvöl stendur.Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og afslappaðari dvöl hjá okkur.

    Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.

    Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.

  • Lagður er gistináttaskattur að upphæð 800 ISK á hvert herbergi / hverja gistinótt. Skatturinn er innifalin í herbergjaverði. 

  • Við viljum vera fyrirmynd í sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Öll hótel Íslandshótela eru Green Key vottuð, sem þýðir að við uppfyllum ströng alþjóðleg viðmið sem snúa að sjálfbærni hótela.  

    Svona leggjum við okkar af mörkum:

    • Hrein orka: Öll hótel okkar eru rekin með 100% endurnýjanlegri orku.
    • Vatnsvernd: Við förum sparlega með vatn, jafnvel í landi gnægðar.
    • Minni sóun: Við vinnum markvisst gegn matarsóun og leggjum áherslu á endurvinnslu.
    • Vottanir: Óháður vottunaraðili tryggir gagnsæi og áreiðanleika.

    Hér getur þú fundið meira um umhverfistefnu Íslandshótela.