Fosshótel Húsavík
Fosshótel Húsavík er glæsilegt hótel staðsett í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina.
Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastað og bar ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns.
Skíðagöngunámskeið á Húsavík
Fosshótel Húsavík býður upp á gistingu og skíðagöngunámskeið í febrúar og mars.
Fosshótel Húsavík er vel útbúið og frábærlega staðsett hótel í hjarta Húsavíkur. Í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá skíðasvæðinu og GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið.
Já.
Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið.
Já, það eru 6 fundarsalir á Fosshótel Húsavík sem er stærsta ráðstefnuhótel norðurlands.
Hótelið er opið allt árið nema frá 11.des-1.feb.