Fosshótel Reykholt
Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli.
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna allskyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.
Veitingastaður og Bar er á hótelinu og eftir kvöldverðinn mælum við með að fólk taki léttan göngutúr í Reykholtsskógi.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið.
Já, veitingastaður, heilsulind og heilsurækt eru á hótelinu.
Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið.
Hótelið er opið allt árið nema frá 11.des-3.jan.