Fosshótel Vestfirðir
Fosshótel Vestfirðir er fallegt hótel á Patreksfirði, þar sem stutt er í stórkostlegar náttúruperlur.
Vestfirðir eru þekktir fyrir stórbrotið landslag og ósnortna náttúru. Fosshótel Vestfirðir er fallega innréttað og glæsilegt þriggja stjörnu hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt í stórkostlegar náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda.
Eftir langan dag er gott að setjast niður á veitingastað hótelsins, sem sérhæfir sig í matreiðslu á fersku sjávarfangi og afurðum úr sveitinni.
Herbergi
40 stílhrein og falleg herbergi sem bjóða ýmist upp á sjávar- eða fjallaútsýni.
Á hótelinu er boðið upp á 5 tegundir af herbergjum allt frá einstaklingsherbergjum til svítu. Öllum herbergjum fylgja sér baðherbergi, ókeypis þráðlaus nettenging, ísskápur, sími, dagleg þrif og fleira. Við bjóðum einnig upp á herbergi fyrir hreyfihamlaða ásamt samtengjanlegum herbergjum sem henta vel fyrir fjölskyldur.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið.
Já.
Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið.
Nei, hótelið er opið 1.maí-2.okt.