Hótel Reykjavík Centrum
Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti.
Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764 og hefur hlotið 4 stjörnur í stjörnuflokkun Vakans sem og brons umhverfismerki Vakans. Vakinn er gæða- og umhverfismerki ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Fundaraðstaða
Hótel Reykjavík Centrum er tilvalinn staður fyrir fundi og vinnudaga.
Umhverfið er skemmtilegt og hvetjandi og staðstetningin gæti ekki verið betri. Fundarherbergin taka að hámarki 40 manns í sæti og henta vel fyrir hvers kyns tilefni, til dæmis viðtöl, sölufundi, þjálfun söluhópa, vörukynningar og aðalfundi.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Nei, en bílastæði með gjaldskyldu og bílastæðahús eru í nágrenninu.
Já, Uppsalir Bar & Café er notalegur bar og kaffihús sem staðsettur er á hótelinu.
Já, það eru 2 fundarherbergi á Hótel Reykjavík Centrum sem eru tilvalin staður fyrir fundi og vinnudaga.