Hótel Reykjavík Centrum
Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti.
Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764 og hefur hlotið 4 stjörnur í stjörnuflokkun Vakans sem og brons umhverfismerki Vakans. Vakinn er gæða- og umhverfismerki ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Fundaraðstaða
Hótel Reykjavík Centrum er tilvalinn staður fyrir fundi og vinnudaga.
Umhverfið er skemmtilegt og hvetjandi og staðstetningin gæti ekki verið betri. Fundarherbergin taka að hámarki 40 manns í sæti og henta vel fyrir hvers kyns tilefni, til dæmis viðtöl, sölufundi, þjálfun söluhópa, vörukynningar og aðalfundi.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Nei, en bílastæði með gjaldskyldu og bílastæðahús eru í nágrenninu.
Já, Uppsalir Bar & Café er notalegur bar og kaffihús sem staðsettur er á hótelinu.
Já, það eru 2 fundarherbergi á Hótel Reykjavík Centrum sem eru tilvalin staður fyrir fundi og vinnudaga.
Óskir þú eftir þrifum biðjum við þig vinsamlegast um að láta móttökuna vita fyrir miðnætti daginn áður. Þér er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað eftir þörfum.
Hjá Íslandshótelum leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni og tryggja næði gesta okkar. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminar með því að lágmarka notkun á óþarfa hreinsiefnum og vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar munu eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.
Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða daginn áður en óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað eftir þörfum.
Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og afslappaðari dvöl hjá okkur.
Við hjá Íslandshótelum leggjum mikla áherslu á þægindi og öryggi gesta okkar. Við ákveðnar aðstæður gæti starfsfólk okkar þurft að fara inn í herbergi, jafnvel þó að „ónáðið ekki“ skilti séu í notkun, m.a. vegna nauðsynlegs viðhalds og við framkvæmd á öryggistefnu okkar. Ef til þess kemur mun starfsfólk okkar banka og tilkynna koma sína áður en farið er inn í herbergi gesta.
Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.
Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.