Fyrirmyndarþjónusta og frumkvæði til að gera betur

Í laufunum eru okkar loforð. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu og okkar sameiginlega markmið er að fara fram úr væntingum gesta okkar.

Við vitum að við erum samheldinn hópur ólíklegra einstaklinga sem mynda öfluga liðsheild. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu og við leitum ávallt leiða til þess að fara fram úr væntingum gesta. Við erum sannfærð um að skýr markmið og skilvirkir ferlar séu forsenda vaxtar og velgengni í árangursríkum rekstri.

Gildi, stefnur og framtíðarsýn
Human Resources 47899572091 O

Öflug liðsheild skapar framúrskarandi þjónustu

Við vitum að við erum samheldinn hópur ólíklegra einstaklinga sem mynda öfluga liðsheild.

Hjá Íslandshótelum vinnur fjölbreyttur hópur af fólki og við erum alltaf að leita að duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur. Smelltu hér fyrir neðan og skoðaðu hvaða störf eru í boði hjá Íslandshótelum.

Sjá nánar
Northeast Iceland River Canyon

Umhverfisstefna

Íslandshótel tekur virkan þátt í umhverfismálum samfélagsins og vinnur markvisst að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er.

Við viljum vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og leggjum metnað okkar í að styrkja góð málefni sem tengjast umhverfinu. Við vinnum eftir ströngum gæða- og umhverfisstöðlum og eru hótelin okkar meðal annars hlotið Svansvottun, gæðavottun Vakans og Túni. Smelltu hér fyrir neðan til að sjá yfirlýsta umhverfisstefnu Íslandshótela og lesa nánar um hin ýmsu málefni sem tengjast okkur.

Sjá nánar
outside picture of hotel Reykjavik

Um Íslandshótel

Íslandshótel má rekja aftur til ársins 1992 þegar Hótel Reykjavík var opnað við Rauðarárstíg 37.

Fyrirhugað hafði verið að húsnæðið að Rauðarárstíg 37 ætti að vera skrifstofubygging en Ólafur Torfason og fjölskylda ákvað að veðja frekar á hótelrekstur. Þessi framtíðarsýn þótti merkileg á sínum tíma þar sem ekki margir stefndu á ferðaþjónustuna.

Sjá nánar

Fréttir og greinar