Hundalíf

Við bjóðum hunda velkomna.

Hundar eru leyfðir á okkar hótelum út árið 2023 en takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli. Mikilvægt er að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för því þeir fara í fyrirfram ákveðin herbergi.

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

 

  • Taka skal fram við bókun að hundur fylgi, þar sem sérstökum herbergjum er úthlutað
  • Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótelsins
  • Við inn- og útritun skal hundur bíða bundinn úti eða í bíl
  • Hundar skulu vera í taumi á leið til/frá herbergi
  • Hunda má ekki skilja eftir eina á herbergi
  • Æskilegt er að hundar séu í búri inn á herbergi
  • Hundar skulu vera vel siðaðir og hávaðalausir
  • Við innritun er greitt 3.000 kr þjónustugjald fyrir herbergi á dag fyrir allt að tvo hunda
  • Gestir bera ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda
  • Verði ónæði af hundinum áskilja Íslandshótel sér rétt til að vísa honum og eigendum á dyr 
Muna eftir helstu nauðsynjum fyrir hundinn!

 

  • Skálar fyrir mat og vatn
  • Hundapokar
  • Aukaól
  • Nammi og leikföng
  • Sjúkrataska (teip, grisjur, klóaklippur, verkjalyf fyrir hunda o.fl.)