Fosshótel Vatnajökull
Fosshótel Vatnajökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn.
Öll þægindi eru til staðar og allt til alls fyrir ferðalanga. Boðið er upp á fyrsta flokks matseðil á veitingastaðnum en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu.
Herbergi
Óviðjafnanlegt útsýni yfir Vatnajökul, stærsta jökul í allri Evrópu.
Á Fosshotel Vatnajökli má finna 66 herbergi sem skiptast í 5 rúmflokka frá einstaklings- til fjölskylduherbergja. Herbergin skarta parketi á gólfum, stílhreinni hönnun og bjóða upp á útsýni yfir Vatnajökul eða nærliggjandi fjöll. Öll herbergi bjóða upp á sjónvarp, ísskáp, baðherbergi og ókeypis þráðlaust net.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið.
Já.
Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið.
Já, Fosshótel Vatnajökull skartar 2 fundar- og viðburðarsölum sem henta vel fyrir litla og meðalstóra hópa.
Hótelið er opið allt árið nema frá 4.des-1.feb.