Stefnur

Arðgreiðslustefna

Markmið félagsins er að greiða hluthöfum arð í samræmi við afkomu félagsins. Stefnt er að því að hluthöfum verði greiddur árlega út arður af hlutafjáreign sinni í félaginu. Stefnt skal að því að greiða á bilinu 20-40% af hagnaði eftir skatt. Við mótun tillögu um arðgreiðslu skal litið til fjárhagsstöðu félagsins, fyrirætlana um fjárfestingar og stöðu efnahagsmála. Arðgreiðslustefnan var samþykkt af stjórn þann 2. maí 2024.

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Íslandshótela er byggð á lögum nr. 90/2018 og gerir grein fyrir hvernig söfnun, geymsla og vinnsla persónuupplýsinga er háttað. Íslandshótel hafa einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins.

Persónuverndarstefna Íslandshótela hf

Starfskjarastefna

Starfskjarastefna Íslandshótela hf. er samin í samræmi við 79. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995 og með hliðsjón af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Markmið starfskjarastefnunnar er að gera starf hjá Íslandshótelum að eftirsóknarverðum kosti fyrir framúrskarandi starfsfólk og tryggja þar með félaginu stöðu í fremstu röð á sínu sviði. Gildandi starfskjarastefna var samþykkt á hluthafafundi þann 23. mars 2023.

Starfskjarastefna Íslandshótela hf

 

Sjálfbærnistefna

Sjálfbærnistefna Íslandshótela myndar heildstæðan ramma um stefnu og stöðu félagsins í sjálfbærni og leggur um leið áherslu á gagnsæi og ábyrgð í sjálfbærniaðgerðum. Tilgangur stefnunnar er að skilgreina megináherslur Íslandshótela um sjálfbærni út frá viðmiðum um umhverfisþætti, félagslega þætti og góða stjórnarhætti (UFS viðmið).

Sjálfbærnistefna Íslandshótela