Stjórn

Ólafur Torfason stjórnarformaður Íslandshótela

Ólafur Torfason

Stjórnarformaður

Ólafur er stofnandi og stjórnarformaður Íslandshótela og var framkvæmdastjóri þeirra um langt árabil. Hann hefur frá árinu 1992 verið einn helsti forystumaður íslenskrar ferðaþjónustu, setið í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar til fjölda ára og jafnframt tekið þátt í ráðagjafahópum um íslenska ferðaþjónustu.

Ólafur hefur á sama tíma verið umsvifamikill á byggingamarkaði og byggt upp  hótel, verslunarkjarna og íbúðahúsnæði. Hann situr í stjórnum fjölda félaga sem tengjast Íslandshótelum ásamt stjórnarsetu í öðrum félögum.

Sigríður Olgeirsdóttir

Sigríður Olgeirsdóttir

Stjórnarmaður

Sigríður Olgeirsdóttir hefur setið í stjórn félagsins frá 2022. Sigríður er reynslumikil bæði sem stjórnandi og stjórnarmaður hér heima og erlendis. Hún býr yfir góðri þekkingu á íslensku atvinnulífi og hefur stjórnað, leitt fjárfestingar í rekstri s.s. í tækni- fjármála- og framleiðslufyrirtækjum. Sigríður er stjórnarformaður Nova, situr í stjórn Haga, Íslandshótela og er varamaður í bankaráði Landsbankans.

Sigríður er kerfisfræðingur frá Titgentskolen í Danmörku, MBA frá Háskólanum í Reykjavík og stjórnunarnám (AMP) frá Harvard Business School í Boston.

Arnar Þór Másson

Arnar Þór Másson

Stjórnarmaður

Arnar hefur setið í stjórn félagsins frá 2022. Hann er sjálfstæður ráðgjafi og stjórnarmaður með fjölbreytta reynslu af einkamarkaði og frá hinu opinbera. Arnar er formaður stjórnar Marel, á sæti í stjórn Símans og situr í Háskólaráði. Þá situr Arnar í stjórn Festu – miðstöðvar um sjálfbærni á Íslandi.

Arnar er með meistarapróf í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science (LSE) og hefur diplómagráðu fyrir stjórnarmenn frá International Institute for Management Development (IMD).

Margit Robertet

Margit Robertet

Stjórnarmaður

Margit hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2015. Hún er framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Kviku eignarstýringar en áður starfaði hún sem yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Auðar Capital og þar áður sem framkvæmdastjóri lánasviðs Straums Burðaráss fjárfestingarbanka. Margit starfaði erlendis um árabil, fyrst í hlutabréfateymi Barclays í London og síðar ein 10 ár í fyrirtækjaráðgjöf hjá Credit Suisse í París. Margit situr jafnframt í stjórn Matorku og Securitas og er formaður stjórnar Rotovia auk þess að vera formaður endurskoðunarnefndar Íslandshótela.

Margit er viðskiptafræðingur frá University of Colorado í Bandaríkjunum og er með MBA frá Rotterdam School of Management í Hollandi.

Eiríkur S. Svavarsson

Eiríkur Svavarsson

Stjórnarmaður

Eiríkur hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2017. Hann hefur starfað sem lögmaður undanfarin 20 ár einkum á sviðum viðskipta- og fyrirtækjalöggjafar auk orkuréttar en starfaði sem framkvæmdastjóri Kjölfestu slhf. á árunum 2016-2018. 

Eiríkur hefur alþjóðlega reynslu af fjölmörgum ráðgjafarstörfum til erlendra orku- og fjármálafyrirtækja og var skipaður í framkvæmdahóp ríkisstjórnarinnar vegna afnáms fjármagnshafta á árunum 2013-2015. Eiríkur situr í stjórnum eigin fyrirtækja og sat áður í stjórn Odda hf. og Meniga.