Haust Restaurant
Haust Restaurant
Fosshotel Reykjavík Exterior
Fosshótel Reykjavík
Fosshótel Reykjavík Exterior
Fosshótel Reykjavík
Fosshotel Reykjavík Lounge
Bar á Fosshótel Reykjavík
Fosshótel Reykjavík Decorative detail
Móttaka
Beergarden at Fosshotel Reykjavík
Bjórgarðurinn á Fosshótel Reykjavík
Tower View Double or Twin Room at Fosshotel Reykjavík
Tower View Double eða Twin Herbergi á Fosshótel Reykjavík
Suite at Fosshotel Reykjavík
Svíta á Fosshótel Reykjavík
Gullfoss A Conference Room at Fosshotel Reykjavík
Gullfoss A ráðstefnusalur á Fosshótel Reykjavík
Fosshótel Reykjavík Exterior
Fosshótel Reykjavík
Haust Restaurant
Haust Restaurant
Fosshotel Reykjavík Exterior
Fosshótel Reykjavík
Mynd 1 af 0

Fosshótel Reykjavík

HÓTEL
  • Hotels in Reykjavík
  • Hotels in North and East
  • Hotels in South
  • Hotels in West

Fosshótel Reykjavík

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins, með 320 herbergi og mögnuðu útsýni til allra átta.

Nálægð hótelsins við miðbæ Reykjavíkur gerir það að frábærum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta alls þessa sem Reykjavík hefur upp á bjóða en vilja á sama tíma geta notið góðs nætursvefns og vinalegrar þjónustu.

Á efstu hæð má finna sjö svítur og þrjá fyrsta flokks fundarsali á annarri hæð. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu. Á hótelinu er svo einnig fyrsta flokks veitingastaður, Haust, en staðurinn tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á frábært úrval af innlendum sem erlendum bjór.

Herbergi

Fosshótel Reykjavík er staðsett í miðri borginni og býður upp á 320 fallega innréttuð herbergi.

Hótelið býður upp á fjölbreyttar herbergjategundir, en mörg herbergi bjóða upp á magnað útsýni yfir borgina eða höfnina. Stíll og innréttingar hótelsins búa yfir miklum hlýleika, þar sem efni og litir úr náttúrunni er ríkjandi.

Sjá nánar

Haust Restaurant

Verið velkomin á Haust, einstakan veitingastað á Fosshótel Reykjavík í Borgartúninu og rétt hjá hinu líflega Hlemmtorgi og miðbænum.

Hlaðborðið á Haust er orðið víðfrægt en boðið er upp á bæði kvöldverð og bröns um helgar. Það er eitthvað fyrir alla á Haust og kokkarnir okkar eru ætíð til staðar til þess að aðstoða þig við valið!

Sjá heimasíðu

Bjórgarðurinn

Bjórgarðurinn er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat.

Við bjóðum upp á ótal bjórtegundir, innlendar sem erlendar, bruggaðar úr vel völdum hráefnum

Sjá heimasíðu

Fundir og Ráðstefnur

Frábær kostur fyrir þinn viðburð.

Á Fosshótel Reykjavík finnur þú ráðstefnu og fundaraðstöðu sem hentar frábærlega til sölufunda, námskeiðahalds, sýninga og margt fleira.

Sjá nánar

Svör við algengum spurningum

  • Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00. 

  • Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.

  • Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu. 

    Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.

  • Morgunverður er í boði frá kl. 6:30 til kl. 10:00.

  • Því miður er ekki hægt að taka á móti hundum á Fosshótel Reykjavík.

  • Nei, en bílastæði með gjaldskyldu og bílastæðahús eru í nágrenninu. 

  • Já, veitingastaðurinn Haust er staðsettur á hótelinu og einnig Bjórgarðurinn.  

  • Já, á Fosshótel Reykjavík finnur þú 6 ráðstefnu og fundarsali. 

  • Já, það er líkamsrækt á Fosshótel Reykjavík, aðgangur innifalinn fyrir gesti.

  • Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti 
    vantað meðan á dvöl stendur.

  • Hjá Íslandshótelum leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni og að tryggja næði gesta okkar. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminar með því að lágmarka notkun á óþarfa hreinsiefnum og 
    vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar munu eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.

    Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað meðan á dvöl stendur.Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og afslappaðari dvöl hjá okkur.

    Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.

    Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.

  • Lagður er gistináttaskattur að upphæð 666 ISK á hvert herbergi / hverja gistinótt. Skatturinn er innheimtur við komu á hótel.