Test

Laufið með þjónustuloforðin endurspeglar það viðmót sem þú getur búist við að fá frá okkar starfsfólki.

Við viljum veita fyrirmyndarþjónustu, sýna frumkvæði og gera betur í dag en í gær. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu og okkar sameiginlega markmið er að fara fram úr væntingum gesta okkar.

Test video

Video test

Sub heading

Textu textu textu

Íslandshótel
Lauf Transparent Large (1)
Icon Values Menning (1)

Menning

Við komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Við breytum rétt
Menning okkar byggir á gullnu reglunni. Við sýnum samkennd og hlýju og komum fram af virðingu og heiðarleika, því við eigum það einnig skilið. 

Okkur er umhugað um aðra
Gullna reglan er okkur leiðarljós í framkomu við gesti, íbúa, samstarfsaðila, samstarfsfólk, samfélögin sem við erum hluti af og náttúruna sem umlykur okkur..

 

52736590701 B00af1015d O
52736840609 3626Bee3ad 6K
52736841164 1C78b8cdb2 6K
outside picture of hotel Reykjavik
Workplace
Workplace
Workplace
Icon Values Gildi

Gildi

Fagmennska, samvinna og hugrekki

Við sýnum ávallt fagmennsku
Við setjum markið hátt og sýnum fagmennsku í öllu sem við gerum. Við viljum vera framúrskarandi á öllum sviðum og veita bestu mögulegu þjónustu. Hjá okkur starfar öflugt og vel þjálfað starfsfólk sem leggur sig fram um að sýna einstaka gestrisni.

Með samvinnu náum við árangri
Árangur okkar byggir á samvinnu. Við fögnum ólíkum sjónarhornum og stöndum saman sem ein heild. Við myndum sterk vina- og viðskiptasambönd, innan fyrirtækisins og utan þess. Saman komumst við yfir hindranir, sköpum gott starfsumhverfi og ný tækifæri.

Við erum alltaf hugrökk 
Við höfum hugrekki til að aðlagast, vaxa og vera í forystu. Við fögnum breytingum, tökum áhættur þegar þess þarf og tökumst á við áskoranir. Við könnum nýjar slóðir og prófum nýja hluti til að ná fram markmiðum okkar. Við sættum okkur ekki við stöðnun eða meðalmennsku. 

Icon Values Hlutverk

Hlutverk

Einstök gestrisni

Hlutverk okkar er skýrt og skilyrðislaust: Við erum alltaf einstaklega gestrisin. Það er ekki eitthvað sem við gerum, heldur það sem við erum. Við viljum fara fram úr væntingum gesta okkar, skapa ógleymanlegar minningar og veita öllum sérstaka athygli. Gestirnir okkar mega alltaf búast við einstakri gestrisni því hún er okkur leiðarljós í þjónustunni sem við veitum.

Icon Values Framtidarsyn

Framtíðarsýn

Að skapa dýrmætar upplifanir á heillandi áfangastöðum

Við sköpum ógleymanlegar upplifanir
Við leggjum áherslu á öflugan vöxt keðju gæðahótela og -þjónustu í öllum landshlutum og að bjóða gestum okkar ógleymanlegar upplifanir. Hvert hótel er einstakt og á hverju þeirra bjóðum við ekki aðeins upp á gistirými heldur upplifanir sem aldrei gleymast.

Við erum leiðandi í sjálfbærni
Sem stærsta hótelkeðja landsins erum við öðrum fyrirmynd í þróun ferðaþjónustu. Fimm ára sýn okkar er skýr: Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærni um leið og við bjóðum gestum okkar upp á einstakar upplifanir á stórfenglegum áfangastöðunum í stórbrotnu íslensku landslagi.

Við vitum að framtíðin byggist á fólkinu okkar
Við erum samfélagslega ábyrg og hugsum vel um starfsfólkið okkar. Við viljum vera fyrsta val hæfileikaríks fólks sem stefnir á frama í hóteliðnaðinum. Við sýnum umhyggju og viljum að fólk geti vaxið í starfi. Við leggjum áherslu á fjölbreytni, jafnrétti og að öllum finnist þau tilheyra. Þegar starfsfólkið blómstrar, endurspeglast það í upplifun gestanna. 

Við hjálpum samfélögum að dafna
Okkur er annt um nærsamfélög hótelanna okkar og viljum þróa starfsemi okkar í sátt við íbúa og náttúru. Við viljum vinna með nágrönnum okkar svo upplifun þeirra af hótelunum verði jákvæð og að samfélögin þar sem hótelin eru staðsett dafni til jafns við reksturinn.

Icon Values Vellidan

Vellíðan starfsmanna

Icon Values Upplifun

Upplifun gesta

Icon Values Sjalfbaerni

Sjálfbærni

Icon Values Ardbaer

Arðbær rekstur

Icon Values Stafraen

Stafræn umbylting

Icon Values Aherslur

Áherslur

Hvernig látum við framtíðarsýn okkar verða að veruleika?

Vellíðan starfsfólks
Ánægt og metnaðarfullt starfsfólk er hornsteinn starfsemi okkar. Með því að útvega öllum hnitmiðaða þjálfun með áherslu á þróun í starfi, tryggja öllum jöfn tækifæri og hlúa að fjölbreyttum hæfileikum fólks, sjáum við til þess að öllum finnist þau tilheyra, ekki aðeins teymi, heldur fjölskyldu.

Upplifun gesta
Við leggjum okkur fram um að hámarka upplifun gesta og skapa ógleymanlegar minningar, taka hlýlega á móti þeim og veita smáatriðum athygli. Öll samskipti, þjónusta og dvöl hvers einasta gests ættu aldrei að líða úr minni svo gestir okkar verði sendiherrar okkar. 

Sjálfbærni
Við erum ákveðin í að draga úr vistspori okkar, styðja vistkerfin í kringum hótelin og hjálpa til við að hlúa að jörðinni okkar. Markmiðið er að gera hótelþjónustuna sjálfbæra, veita innblástur og vernda áfangastaðina sem eru okkur svo dýrmætir. 

Arðbær rekstur
Til að uppfylla framtíðarsýn okkar og standa undir ábyrgð þarf fjárhagurinn að vera traustur. Við viljum tryggja vöxt svo við getum náð fram markmiðum okkar, haldið áfram að fjárfesta í fólki, eignum og sjálfbærniverkefnum.

Stafræn þróun
Við ætlum okkur að virkja kraft tækninnar til að bæta upplifun gesta, einfalda reksturinn og auka nýsköpun. Með því að nýta nýja tækni og stafrænar lausnir getum við sett markið hærra hvað varðar þægindi og framúrskarandi hótelþjónustu.

Áhersluhringur Íslandshótela