Gildi

Við sýnum ávallt fagmennsku
Við setjum markið hátt og sýnum fagmennsku í öllu sem við gerum. Við viljum vera framúrskarandi á öllum sviðum og veita bestu mögulegu þjónustu. Hjá okkur starfar öflugt og vel þjálfað starfsfólk sem leggur sig fram um að sýna einstaka gestrisni.

Með samvinnu náum við árangri
Árangur okkar byggir á samvinnu. Við fögnum ólíkum sjónarhornum og stöndum saman sem ein heild. Við myndum sterk vina- og viðskiptasambönd, innan fyrirtækisins og utan þess. Saman komumst við yfir hindranir, sköpum gott starfsumhverfi og ný tækifæri.

Við erum alltaf hugrökk 
Við höfum hugrekki til að aðlagast, vaxa og vera í forystu. Við fögnum breytingum, tökum áhættur þegar þess þarf og tökumst á við áskoranir. Við könnum nýjar slóðir og prófum nýja hluti til að ná fram markmiðum okkar. Við sættum okkur ekki við stöðnun eða meðalmennsku.