Fosshótel Jökulsárlón
4 stjörnu hótel á milli Skaftafells og Jökulsárlón, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands.
Hótelið er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel sem opnaði á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls í júní 2016. Í nágrenni hótelsins er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.
Heitir pottar, þurrgufa (sauna) og líkamsrækt er í boði frá kl. 8:00 - 12:00 og 15:00-23:00
Heitir pottar ,sauna og líkamsrækt er gjaldfrjáls þjónusta. Aðeins er hægt að bóka tíma við komu á hótelið.
Herbergi
Þægileg herbergi í nútímalegum og minimalískum stíl.
Hótelið býður upp á þægileg og nútímaleg herbergi með háu lofti og stórum gluggum með útsýni yfir hafið eða fjöllin. Öllum herbergjum fylgir gervihnattarsjónvarp, te- og kaffi aðstaða, kælir og margt fleira. Á hótelinu má finna frítt þráðlaust net, bar og slökunaraðstöðu.
Veitingastaður
Kvöldverður í einstöku umhverfi undir Hvannadalshnúki, hæsta tindi landsins þar sem matseldin og hönnunin er innblásinn af nærumhverfi staðarins.
Undir Hvannadalshnúki, hæsta tind landsins, má finna veitingastaðinn á Fosshótel Jökulsárlóni. Matseldin er innblásin þeim náttúruöflum sem finnast í Öræfunum og geometrísk hönnun staðarins er skírskotun í ásýnd Vatnajökuls og Jökulsárlónsins. Kokkarnir okkar hafa ástríðu fyrir íslenskri matargerð en okkar markmið er samt að búa til upplifun ólíka öllu sem þú hefur áður kynnst.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið.
Já.
Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið.
Já.