Huggó á Húsavík

Gisting fyrir tvo í eina nótt - tveggja rétta kvöldverður - morgunverðarhlaðborð - aðgangur í GeoSea sjóböðin.

Innifalið í tilboðinu er einnar nætur gisting fyrir tvo í standard herbergi á Fosshótel Húsavík ásamt morgunverði, tveggja rétta kvöldverði að hætti hússins og aðgangi í GeoSea sjóböðin á Húsavík.

Í aðalrétt er val á milli : 

Grillað lamb með bökuðum gulrótum, sultuðum lauk og soðgljáa 
eða
Bleikja með sætkartöflumús, bankabyggi og hvítvíns-sítrónusósu

Eftiréttur
Súkkulaðimús með bláberjum, jarðarberjum og karamellu.

Verð: 35.900 Kr. 

Fosshótel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt. Útsýni sjóbaðanna er yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring.

Nánar

  • Tilboðið gildir 1.okt. 2023 til 30. apríl 2024
  • Uppfærsla í Deluxe herbergi 5.000 kr.
  • Auka nótt með morgunverði 21.500 kr. 
  • ATH hótelið er lokað 10.des-1.mars. 

Upplýsingar eru settar fram með fyrirvara um bókunarstöðu.

Þetta tilboð miðast aðeins við eina nótt. Ef óskað er eftir að bóka tvær nætur eða fleiri, þá þarf að hafa samband við Fosshótel Húsavík í síma 464 1220 eða senda tölvupóst á husavik@fosshotel.is.

Innifalið:

Gisting fyrir tvo með morgunverði, tveggja rétta kvöldverður að hætti hússins og aðgangur í GeoSea sjóböðin á Húsavík.  

Tilboðið gildir til

1.okt - 30. apríl 2024*

Gildir með fyrirvara um bókunarstöðu.

Gildir aðeins á Fosshótel Húsavík.

*ATH hótelið er lokað milli 10.des-1.mars. 

Bóka núna
Gjafabréf

Hægt er að kaupa tilboðið sem gjafabréf hér. Gjafabréfið gildir í eitt ár frá kaupdegi.

Kaupa sem gjafabréf